Norðmenn halda þjóðhátíð

Norðmenn halda sinn þjóðhátíðardag í dag, 17.  maí. En lítið verður um hátíðargöngur.

Hátíðarhöldin verða að mestu á netinu og í sjónvarpinu. En fámennar táknrænar samkomur hafa verið haldnar. Þannig hefur fólk keyrt prúðbúið í fornbílum um götur bæja og borga. 

Fólk hefur verið hvatt til að setja myndir af fjölskyldunni fanga deginum saman og hefur mikið magn myndbanda verið birt á vef nrk. – norska ríkissjónvarpsins sem er með beinar útsendingar frá öllum hlutum landsins í dag þar sem rætt er við fólk og fyrirmenni í tilefni dagsins.

Mynd: skjáskot af nrk.is

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR