Norðmenn gagnrýna AstraZeneca fyrir yfirlýsingu um blóðtappa og bóluefni

Norska lyfjastofnunin gagnrýnir AstraZeneca fyrir yfirlýsingar um kóróna bóluefnið.

Undanfarna viku hafa nokkrir Norðmenn fengið blóðtappa eftir að hafa verið bólusettir með bóluefninu.

En AstraZeneca neitar því að vísbendingar séu um tengsl milli blóðtappa og bóluefnis.

– AstraZeneca hefur engan grundvöll til að halda því fram að þessi tilfelli hafi ekkert með bóluefnið að gera, segir forstjóri norsku lyfjastofnunarinnar, Steiner Madsen, við norsku fréttastofuna NTB.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR