Niðurstöður kosninga í Skotlandi vandamál fyrir Boris Johnson

Forsætisráðherra Skotlands Nicola Sturgeon gat fagnað kosningasigri í gær, eftir að skoski þjóðarflokkurinn (SNP) er áfram stærsti flokkurinn í landinu.

Flokkurinn nær þó ekki algerum meirihluta eins og vonir Sturgeon stóðu til. Flokkurinn fær 64 sæti á þinginu – eitt sæti í viðbót hefði veitt hreinann meirihluta, skrifar BBC.

Og þetta eru slæmar fréttir fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, er mat fréttaskýrenda.

– Niðurstaða kosninganna er mikið vandamál fyrir Boris Johnson. Hann hefur reynt að tala máli sínu fyrir sambandinu og að Skotar kjósi íhaldssamt.

Samkvæmt fréttaskýrenda danska ríkisútvarpsins Tinne Hjersing Knudsen mun Nicola Sturgeon nú beita sér enn frekar fyrir því að fá aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Þjóðfylking Skotlands (SNP) og Græningjar, sem báðir vilja nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi, náðu meirihluta í þingkosningunum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR