Nemandi dæmdur fyrir að taka snapchat undir kjól kennara

19 ára gamall norskur nemandi þarf að greiða yfir hundraðþúsund íslenskar krónur í sekt (7.200 nk.) fyrir að hafa smeygt símanum sínum undir kjól kennara og tekið mynd. Norsku kennarasamtökin fagna dómnum og telja að hann marki tímamót enda séu viðlíka atburðir mikið vandamál í norskum skólum. 

Nemandinn var búin að senda 19 vinum myndina 3. sekúndum seinna er síminn náðist af honum, eftir því sem segir í frétt nrk. um málið.

Kennarinn þurfti sjálfur að tilkynna málið til lögreglu því skólayfirvöld gerðu það ekki og sektaði lögreglan nemandann um 6000 norskar krónur (86.000 ísl.kr.) en nemandinn neitaði að greiða sektina og því endaði málið fyrir dómi þar sem sektin var hækkuð í 7.200 norskar krónur.

Sem fyrr segir gleðjast kennarasamtökin yfir dómnum og segja að þetta staðfesti að kennarinn er ekki algjörlega varnarlaus gagnvart nemendum eins og verið hefur. 

Kennarinn sagðist hafa orðið mjög þunglynd eftir atburðinn og farið alveg „niður í kjallara“ eftir að ljóst var að myndin hafði farið á netið.

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Aðrar fréttir

Ósýnilegi Joe Biden

Fréttaskýring: Í ljós hefur komið að Joe Biden gæti hafa verið mikilvægur leikmaður í söguþræðinum til að koma sök á þriggja stjörnu hershöfðingjans Michael Flynn

Lesa meira »

Stöðvum óstjórn

Sigurður Bjarnason skrifar: Það er  ekki  óeðlilegt að lækka skatta þegar góð ástæða er fyrir því og ástæðan er aldrei betri en þegar þjóðartekjur rjúka

Lesa meira »