Navalnyj komin til Berlínar

Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aleksej Navalnyj, sem talið er að eitrað hafi verið fyrir og lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í borginni Omsk, er komin með flugi til Berlínar.

Honum verður veitt aðhlynning á háskólasjúkrahúsinu Charité í Berlín. 

Þýsk flugvél flaug með Navalnyj frá Omsk um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma til Berlínar.

Með Navalnyj í för er eiginkona hans Júlía.

Rússneskir læknar segja að þýskir læknar séu sammála þeim um að Navalnyj hafi ekki orðið fyrir eitrun en það hefur ekki fengist staðfest frá þýsku læknunum. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR