Nauðlenti með Utah Jazz

Flugvél sem topplið NBA, Utah Jazz, leigði þurfti að nauðlenda á þriðjudag skömmu eftir brottför frá Salt Lake City flugvellinum þar sem liðið hefur aðsetur.

Boeing 757 flugfélagsins Delta neyddist til að snúa við skömmu eftir flugið eftir árekstur við fuglahjörð olli því að vinstri hreyfillinn drap á sér.

Utah Jazz var á leið til Tennessee-ríkis þar sem liðið mætir Memphis Grizzlies á miðvikudaginn.

Engar fregnir hafa borist af meiðslum.

– Flugmaðurinn sendi neyðarkall til Salt Lake alþjóðaflugvallarins. Vélin lenti án vandræða og gat jafnvel keyrt aftur að hliðinu, segir í tilkynnir Delta Airlines.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR