Náttúrulegar varnir gegn veikindum

Vísindamenn keppast við að þróa árangursríkar meðferðir og bóluefni gegn COVID-19 og fólk að leita að því að draga úr hættu á að veikjast. Eitt sem gæti hjálpað er eins augljóst og sólin á himni – D-vítamín.

Hærra dánartíðni meðal eldra fólks með COVID-19 og þeirra sem eru með langvarandi sjúkdóma benda til þess að veikt ónæmiskerfi stuðli að slæmum árangri. Það eru margar rugl fullyrðingar í gangi um kraftaverkalækningar sem fljóta um í netheimum, en vísindin styðja einn möguleika – þó ekki sannaðan – að D – vítamín gæti styrkt ónæmiskerfið, sérstaklega hjá fólki þar sem D – vítamínmagn er lítið.

D-vítamínuppbót dregur úr hættu á öndunarfærasýkingum, hefur reglu á frumuboðsframleiðslu og getur takmarkað hættu á öðrum veirum eins og inflúensu. Öndunarfærasýking getur valdið frumudrepandi ,,fjöldamorð“ – vítahring þar sem bólgufrumur okkar skemma líffæri í líkamanum – sem eykur dánartíðni fyrir þá sem eru með COVID-19. Nægilegt D- vítamín getur hugsanlega veitt viðkvæmum íbúum smávægilega vernd.

Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk sem er með D-vítamínskort – en allt að 40 prósent fullorðinna í þróuðum ríkjum gæti liðið fyrir slíkan skort. Fólk sem býr á norðurhvelinu er í meiri hættu á að verða fyrir skorti, sérstaklega sólin er lágt á lofti og stuttan tíma í senn.

Vísbendingar eru um að sumir öndunarfærasjúkdómar séu árstíðarbundnir, þar á meðal inflúensa og berklum. Leiðandi tilgáta er sú að þetta sé árstíðabundið, þegar D – vítamínsmagnið minnkar vegna minni útsetningar fyrir sólarljósi yfir vetrarmánuðina. Engin árstíðabundin inflúensa eða berklar koma upp í sumum hitabeltissvæðum (svo sem í Suður – Indlandi), þar sem veður – og sólarljós – er stöðugra allt árið.

Nú er ekki vitað hvort D – vítamínskortur gegnir einhverju hlutverki gagnvart COVID-19. En í ljósi D – vítamínskorts hjá sumum hópum hérlendis er óhætt að mæla með því að fólk fái réttan dagskammt af D-vítamíni. Hér á Íslandi höfum við lýsið sem inniheldur D – vítamín og hefur lengið verið notað í forvarnarskyni en það inniheldur einnig mikilvægar fitusýrur sem einnig eru taldar vera heilsusamlegar og styrkja ónæmiskerfið.

Líkamar flestra framleiða D-vítamín í húðinni þegar þeir verða fyrir skin sólarinnar. Um það bil 15 mínútur á dag af beinu sólarljósi nægja líkama margra til að framleiða nóg D-vítamín; fólk með dekkri húð þarf lengri sólarljós til að framleiða sama magn. Á veturna er ekki víst að fólk á norðlægum breiddargráðum geti búið til D-vítamín úr sólarljósi. Sólarvörn lengir útsetningartímann sem þarf.

Margir þurfa því D – vítamín uppbót. Fá matvæli eru náttúrulega rík af D – vítamíni (eggjarauður og feitur fiskur eins og lax eru meðal matvæla sem eru D – vítamín rík). Íslendingar hafa bætt D – vítamíni við mjólk um langt skeið, upphaflega til að draga úr beinkröm, sem er ástæða þess að flest börn í dag eru ekki með D – vítamínskort.

Þegar við eldumst og drekkum minni mjólk þurfum við aðrar uppsprettur fyrir D-vítamín inntöku. Flest fjölvítamín innihalda nóg af D- vítamíni – það er mögulegt sumir taki of mikið, svo það er mikilvægt að ofskömmtun eigi sér ekki stað. Hversu mikið er nóg? Skammtar milli 800 ae og 2000 ae eru líklega öruggir; hæfilegur og almennt notaður skammtur er 1000 ae á dag. Of mikið af D – vítamíni getur valdið ógleði og uppköstum, máttleysi og tíðum þvaglátum og leitt til verkja í beinum og nýrnasteina. D – vítamín getur einnig haft samvirkun við ákveðin lyf, svo einstaklingur ættir að athuga hvort um milliverkanir sé að ræða áður og ræða við læknir áður en hann tekur inn vítamínið.

Við getum gert margt til að bæta viðnám okkar gegn smiti. Þetta felur í sér að fá reglulega hreyfingu, fá nægan svefn, hætta að reykja og, fyrir fólk sem býr við sykursýki, halda henni undir stjórn. Að taka fjölvítamín sem inniheldur D – vítamín, eða D – vítamín viðbót, getur líklega ekki skaðað, og það gæti hjálpað.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR