Múslimar í Noregi í áfalli: Venjulegar grillpulsur seldar sem halal

Sláturhús í Noregi sem selt hefur grillpulsur sem halalkjöt hefur orðið uppvíst að því að kjötið í pulsunum er alls ekki halal. Sláturhúsið hefur selt mikið af þessum pulsum í gegnum árin og meðal annars til samtaka múslíma í Noregi. Ekki er ljóst hvort hér sé um sérstakt tilvik að ræða en vitað er um að minnsta kosti tólf pulsupakka sem merktir voru halal en voru í raun venjulegar grillpulsur með svínakjöti sem múslímar neyta alls ekki af trúar ástæðum. Vitað var í hvaða verslun pakkarnir 12 voru seldir og var ráðist í að hafa samband við múslíma sem höfðu keypt vöruna.

Halal er sláturaðferð sem mælt er fyrir í Kóraninum og margir vilja frekar líkja við dýraníð en mannúðlega slátrun á dýri til manneldis.

Slátrunin fer þannig fram að dýrið er skorið á háls og látið blæða út. Meðan dýrið á í dauðastríðinu og allt blóð er að leka úr skrokknum er farið með bæn eða vígslu til Allah sem kölluð er tasmiya eða shahada.

Matvælaeftirlitið tekur hart á málinu

Matvælaeftirlitið lítur málið alvarlegum augum og hefur bannað kjötvinnslunni frekari sölu á  grillpulsunum. Talsmaður matvælaeftirlitsins segir það heyra til algjörra undantekninga að upp hafi komið mál sem þetta. Talsmaðurinn segir málið vera alvarlegt enda hafi innihaldslýsing á vörunni verið villandi.

nrk greinir frá.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR