Mótmælendur handteknir í Álaborg og nú eru bardagaklæddir lögreglumenn tilbúnir í Kaupmannahöfn: Mikil taugaveiklun hjá yfirvöldum

Fimm þátttakendur hafa verið handteknir á mótmælafundi í Álaborg fyrir brot á flugeldalögum. Lögreglan á Norður-Jótlandi segir þetta í fréttatilkynningu. 

Hópurinn „Karlar í svörtu“ stendur að mótmælunum. Lögregla áætlaði að allt að 65 manns tækju þátt í mótmælunum. Einnig í Kaupmannahöfn mótmælir hópurinn, sem þrátt fyrir nafnið samkvæmt eigin Fésbókarsíðu er ekki aðeins fyrir karla, þar sem „allir eru frelsishetjur óháð tengslum, ungir sem aldnir, kvenkyns og karlmenn í öllum litum“ eru hvattir til að taka þátt í mótmælunum í dag. Lögreglan er viðbúin og hefur girt af nokkur svæði í höfuðborginni. Þar á meðal Christiansborg. 

– Það er varúðarráðstöfun að við séum tilbúin ef slík atburðarás myndi gerast eins og í Bandaríkjunum, segir Rasmus Schulz, leiðtogi samhæfingar lögreglu meðan á mótmælunum stendur við fréttamiðilinn B.T.

Mikil taugaveiklun virðist hrjá yfirvöld í Danmörku vegna atburðanna við þinghúsið í Washington og eru þó ekki fleiri en 65 í mótmælunum á Ráðhústorginu samkvæmt fjölmiðlum.

Fréttamaður Danska ríkisútvarpsins sem er á mótmælunum á Ráðhústorginu segir á twitter að mótmælendur hrópi, „Frjáls Danmörk, við höfum fengið nóg“. Og: „Eruð þið tilbúin til að rústa borginni á friðsamlegan hátt?“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR