Mótmælendur ákáðu að fara inn í þinghúsið þegar þeir sáu hve lítil öryggisgæslan var

Fréttaskýrendur sem hafa rætt við mótmælendur sem stormuðu inn í þinghúsið í Washington í kvöld eru sammála um að ekki virðist sem að inngangan hafi verið fyrirfram skipulögð.

BBC er með nokkra fréttaskýrendur á staðnum og hafa þeir allir sagt að í viðtölum sínum við mótælendur hafi þeir ekki orðið áskynja hjá þeim um að inngangan í þinghúsið hafi verið fyrirfram ákveðin.

Svo virðist frekar sem að fólkið hafi ákveðið að brjóta sér leið inn í húsið þegar það sá að öryggisgæsla var nánast engin. Af öðrum fréttum að dæma lítur líka út fyrir að mótmælendum hafi verið leyft að ganga inn í þinghúsið. Mjög margir mótmælendur virðast hafa ákveðið að halda sig frekar fyrir utan þinghúsið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR