Mjög margar verslanir og veitingahús lokuð í dag

Verslanir og veitingahús eru almennt lokuð í dag jóladag. Margir söknuðu þess að komast ekki í sund í dag en sundlaugar eru líka lokaðar í dag eins og margt annað.

Á morgun 26. desember, annan í jólum, eru flestar sundlaugar opnar frá klukkan 08 til 18 og margar verslanir hafa opið en verslanir Bónus verða lokaðar og opna ekki fyrr en á föstudag 27.des.

Verslanir Krónunnar verða margar opnar en þó ekki allar.

Bíóin á höfuðborgarsvæðinu verða opin svo fólk getur drifið sig á í að sjá einhverja skemmtilega jólamynd.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR