Milton Friedman, borgaralaun og fjórða iðnbyltingin

Matt Orfalea skrifar ágæta grein um hvers vegna Milton Friedman var fylgjandi borgaralaun. Sjá slóðina hér.

Hér verður grein Matts Orfalea rakin en einnig, það sem Milton Friedman sá ekki fyrir, en það eru áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í heiminum, útrýmingu þeirra og þörfina fyrir borgaralaun í kjölfarið.

Milton Friedman lagði til að veita öllum ókeypis peninga í bók sinni „Kapítalismi og frelsi“. Hann vísaði að mestu leyti til þessarar áætlunar sem neikvæðs tekjuskatts (og hann vísaði einnig til þess sem tryggðar tekjur vegna þess að það er nákvæmlega það sem það er). En af hverju myndi Milton Friedman, hreinskilinn frjálshyggju- og markaðssinni og kapítalisti nr. 1, styðja að gefa fólki peninga fyrir ekki neitt? Hér eru fimm ástæður studdar af eigin orðum Friedmans og Matt dregur fram:

1. Að draga úr skrifræði stjórnvalda

Að greiða einstaklingum borgaralaun er neikvæður tekjuskattur. En með beinum greiðslum, má sleppa við rekstur velferðakerfisins en ótal velferðaráætlanir eru í gangi sem eru flóknar og krefjast mikillar skriffinnsku og óskilvirkni. Eitt örugg tekjukerfi í stað fjölda velferðakerfa.

2. Skilvirkni frjálsra markaða

Markaðir gera fólki kleift að kjósa með dollurunum sínum. Fyrirtæki verða að keppa um þessa dollara / atkvæði með því að bjóða betri verð eða meiri gæði á vörum. Það gildir um mat, húsnæði, næstum hvað sem er. En til þess að þetta atkvæðamagn geti virkað, verða menn að hafa að minnsta kosti lágmarksfjárhæð til að kjósa með, og þeir verða að hafa frelsi til að velja hvernig þeir eyða.

3. Binda enda á velferðargildruna

Með tryggðum tekjum borgar sig að vinna. Starfsmaður getur alltaf unnið til að fá hærri innkomu. Hins vegar refsir núverandi velferðarkerfi viðkomandi fyrir að vinna. Sjá má þetta í verki hér á Íslandi, þar sem öryrkjum og öldruðum er refsað fyrir að taka að sér aukastörf en báðir hóparnir fá fastar tekjur úr lífeyriskerfinu og ríkinu. Ef einstaklingur úr þessum hópum tekur sér vinnu og eykur tekjur sínar,  tapar hann bótunum sínum. Tryggðar tekjur gerir öllum kleift að vinna sér inn meira án þess að vera refsað.

4. Virkjun sjálfboðastarfsemi

Að fjarlægja byrðarnar af því að þurfa að afla sér tekna, jafnvel að hluta til, mun hjálpa fólki að vinna störf sem annars er ekki bætt í frjálsu markaðshagkerfi, svo sem góðgerðarstarfsemi eða sjálfboðaliðastarf.

5. Réttlæti og jafnrétti

Dyggð af [neikvæðum tekjuskatti] er einmitt það að meðhöndlar alla á sama hátt … ekkert af þessu stuðlar að óheppilegri mismunun meðal fólks. Af þessum ástæðum og fleira (efnahagslægð, vaxandi ójöfnuður og tæknilegt atvinnuleysi) halda Bandaríkjamenn og fólk um allan heim áfram að stuðla að tryggðum tekjum. Í dag er oft kallað „grunntekjur“ þar sem flestir leggja til að lágmarksupphæðin ætti að vera næg til að sjá fyrir grunnfæði og skjóli.

Svo mörg voru orð Milton Friedman.

Huginn er ekki hlyntur þessum rökum af þeirri einföldu ástæðu að borgaralaun tekur í burtu ,,hvatann“, það er að segja sjálfsbjargarviðleitina sem er það sem drífur áfram manninn þegar hann barðist við náttúruna á forsögulegum tímum og nú í borgarsamfélaginu, að komast áfram í kapitalísku samfélagi. Fólk á að þurfa að vinna sér inn eða berjast fyrir hlutunum. Hvað er það þess virði að eiga Ferrari, ef þú vinnur þér ekki inn fyrir honum? Hvar er gleðin og vegferðin sem þarf að fara til að eignast hann? Markið er ekki alltaf endastöðin, heldur vegferðin sem rekur allt áfram.

Það má eftir vill bæta við sjötta atriðinu og í raun einu ástæðuna fyrir að við neyðust til að taka upp borgaralaun, en það er breyttur kapitalismi í formi fjórðu iðnbyltingarinnar og róbótavæðingu samfélagsins. Ef til vill sá Milton Friedman fyrir hana þegar hann talar um tæknilegt atvinnuleysi. Ljóst er að a.m.k.  800 milljónir starfa tapast fyrir 2030 og það er bara byrjunin á löngum ferli í atvinnulífinu, þar sem einu leikendurnir sem eftir verða, eru fjármagnseigendur, stjórnendur og eftirlitsmenn tækja. Sjötta ástæðan:

6. Fjórða iðnbyltingin – gervigreind og róbótavæðing

Fjármagnseigendur munu halda áfram að skapa auð og gæði fyrir samfélagið og eigin arð. Ríkisvaldið mun þurfa að leita í vasa atvinnureksturs og eigenda hans eftir tekjur, því að tekjuskattur mun að mestu hverfa. Það mun einnig þurfa að reiða sig á virðisaukaskatt og vörugjöld (skattur á fjármagnseigendur) tolla og aðrar álögur á vörur og þjónustu.

Þjóðfélaginu verður stjórnað af gervigreind og þegar má sjá það í verki. Verðbréfamiðlun, bankastarfsemi, samgöngur og svo framvegis, er nú stjórnað af gervigreind. Þetta þýðir færra starfsfólk og sparnaður í rekstri fyrirtækja og stjórnsýslu. Róbótar reka alsjálfvirkar verksmiðjur og maðurinn er orðinn óþarfur að mestu fyrir atvinnulífið.

En þetta er ekki allt saman guðs blessun.  Maðurinn er skapaður til að gera eitthvað, ekki sitja í aðgerðaleysi. að takast á við umhverfið og áskoranir þess. Án áskorana, koðnum við niður og lestir okkur koma skýrar fram.  Ef til vill er tekjuafkoman ekki mesta áhyggjuefni framtíðarinnar, heldur hvað gerum við af okkur án atvinnu? Verðum við í endalausu fríi? Eða í endalausu námi? Eða stundum endalausu tómstundariðkun?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR