Millistéttin í Bretlandi í fátækt vegna kórónaveirunnar

Matarúthlutanir breskra hjálparstofnana hafa aukist kum 47 prósent frá apríl til september í ár. Margir sem hafa þurft á matargjöfum að halda síðustu mánuði koma úr millistétt. Þetta eru fjölskyldur úr millistétt sem hingað til hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af íbúðaláninu eða örðum lánum svo sem bílaláni, hingað til. Þetta eru fjölskyldur sem ekki hafa þurft að hafa mikið fyrir því að skaffa mat á borðið eins og talsmaður einnar hjálparstofnunar orði það við breska blaðið The Guardian.

Versnandi ástand skrifast fyrst og fremst á kórónaveirufaraldurinn, hátt í 800.000 Bretar hafa misst vinnunna. Það eykur enn á vandann að breska velferðarkerfið er á engan hátt í stakk búið til að grípa allt þetta fólk.

„Í frystaskipti í mörg ár erum við að verða vitni að því að fólk sem hefur haft ágæt fjárráð, getað borgað reikningana sína, getað gert vel við sig í mat og drykk og lagt fyrir sparnað er nú skyndilega komið í biðröð eftir mat hjá hjálparstofnunum,“ segir framkvæmdastjóri Food Aid Network, stórra hjálparsamtaka í Bretlandi.

„Áður fyrr voru þetta aðalega einstæðar mæður eða feður, fólk sem hafði stopula vinnu. Nú hafa bæst við millistétta fólk og svo er líka meira um ungt fólk. Það er orðið meira um fólk sem hafði aldrei áður þörf fyrir matarúthlutun,“ segir hann. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR