Mette Frederiksen óttast átök um ný bóluefni milli ESB og annara þjóða – að þessu sinni vegna bóluefnis frá Johnson & Johnson

Forsætisráðherra Dana Mette Frederiksen hefur miklar væntingar til kórónabóluefnisins sem Johnson & Johnson hefur þróað. En jafnvel áður en Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur byrjað að leggja mat á það, varar forsætisráðherrann við hugsanlegum átökum.

Bóluefnið er framleitt í verksmiðju í Belgíu en því verður að hella í hettuglös í Bandaríkjunum. Og samkvæmt danska miðlinum Berlingske óttast forsætisráðherrann að það geti leitt til vandræða.

– Ef það gæti teflt aðgangi ESB að bóluefnum í hættu ættum við að íhuga að takast á við áskorunina núna með það að markmiði að finna lausn hjá framleiðandanum til að vernda evrópska eignarhaldið, segir í bréfi sem forsætisráðherrann og samstarfsmenn hans frá Austurríki, Tékklandi og Grikklandi sendu til Ursula von der Leyen forseta framkvæmdastjórnarinnar.

ESB-ríki eru þegar í átökum við AstraZeneca vegna tafa á afhendingu.

Vænta má að átök ESB við aðrar þjóðir muni hafa áhrif hér á landi þar sem ráðamenn hérlendis ákváðu að hengja sig í aftan í ESB í pöntunum á bóluefni og gagnrýnt hefur verið m.a. af Kára Stefánssyni forstjóra Erfðagreiningar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR