Meira en 600.000 voru bólusettir í Bretlandi í gær

604.727 manns í Bretlandi hafa verið bólusettir gegn kórónaveiru síðastliðinn sólarhring.

Þetta sýna opinberar tölur frá því í gær samkvæmt Reuters.

Á föstudag fengu 119.306 manns fyrsta skammtinn, en 485.421 fékk seinni skammtinn.

Alls hafa 32,6 milljónir fullorðinna Breta nú fengið fyrsta bóluefnisskammtinn en 9,4 milljónir hafa verið bólusettar að fullu.

Á mánudag sagði Boris Johnson forsætisráðherra að Bretar hefðu náð því markmiði að bjóða öllu fólki yfir 50 ára kóróna bóluefni fyrir 15. apríl.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR