Margir í sundi í brakandi sól og hita

Margir notuðu tækifærið í sólinni í dag og skelltu sér í sund. Í Salalaug í Kópavogi sýndi hitamælirinn 22 gráður.

Eins og sjá má á myndinni er múgur og margmenni í lauginni sem nýtur góða veðursins á þessum hlýja sunnudegi.

Á morgun sýnir veðurspáin að á höfuðborgarsvæðinu verði skýjað og gæti ringt. Besta veðrið virðist, samkvæmt spánni, verða á austurlandi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR