Maður er nefndur Bernie Sanders

Nafn: Bernard (Bernie) Sanders

Aldur: 78.

Fjölskylda: Bernie Sanders er giftur pólitíska ráðgjafanum Jane Sanders og á einn líffræðilegan son frá fyrra hjónabandi og þrjú stjúpbörn (Heather, Carina og David):

Heimabær: Burlington, Vermont.

Trúarbrögð: Gyðingur.

Stjórnmálaflokkur: Sjálfstæður og án flokks en styður demókrata í öllum meginmálum. Hann situr nú á öldungadeild Bandaríkjaþings.

Fyrri störf: Borgarstjóri í Burlington frá 1981 til 1989. Meðlimur á fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá stórumdæmi Vermonts frá 1991 til 2007.

Æviágrip:

Bernard Sanders (fæddur 8. september 1941) er bandarískur stjórnmálamaður sem hefur gegnt embætti öldungadeildarþingmanns frá Vermont síðan 2007 og verið meðlimur í demókrataflokknum síðan 2019, og áður frá 2015 til 2016.

Bernie Sanders er  sá sem hefur verið lengst sjálfstætt starfandi þingmaður á Bandaríkjaþingi í sögu þess. Hann reyndi árangurlaust að hljóta tilnefningu demókrata til forsetaembættis 2016 og er að reyna það aftur árið 2020.

Bernie Sanders, sem er talsmaður sósíaldemókratískrar og framsækinnar stefnu, er þekktur fyrir andstöðu sína við efnahagslegt misrétti og nýfrjálshyggju. Í innanríkisstefnu styður hann í meginatriðum réttindi vinnuafls og hefur stutt alhliða og ríkisrekna  heilsugæslu, greitt foreldraorlof, ókeypis háskólanám og metnaðarfulla ,,nýja græna leið“ (Green New Deal) sem á að skapa störf sem takast á við loftslagsbreytingar.

Hvað varðandi utanríkisstefnu, þá styður hann í stórum dráttum við stefnuna að draga úr herútgjöldum, viðhalda stefnu sem leiðir til samninga og alþjóðlegt samstarf. Hann vill leggja meiri áherslu á réttindi vinnuafls og umhverfismál þegar samið er um alþjóðaviðskiptasamninga.

Fréttaskýrendur sumir hverjir hafa lýst stjórnmálaheimspeki hans þannig að hún sé í grófum dráttum í takt við stefnu Franklins Roosevelt forseta ,,nýtt útspil“ (New Deal) og norræna velferðarlíkanið, og tekið eftir þeim sterku áhrifum sem skoðanir hans hafa haft á stjórnmál demókrataflokksins síðan í forseta kosningaherferð hans 2016.

Sanders fæddist inn í gyðingafjölskyldu af verkalýðsstétt og er alinn upp í Brooklyn-hverfi í New York borg. Hann gekk í háskólann í Brooklyn áður en hann lauk prófi frá háskólanum í Chicago árið 1964. Meðan hann var námsmaður var hann atkvæðamikill skipuleggjandi mótmælahreyfingar fyrir ,,þing kynþáttajafnréttis“ sem og fyrir ,,samhæfingarnefndar námsmanna” gegn ofbeldi meðan á hinu borgaralegu réttindahreyfingu stóð.

Eftir að Sanders settist að í Vermont árið 1968, stjórnaði hann árangurslausum stjórnmálaherferðum óháðs flokks snemma á og til miðjan áttunda áratugarins. Sem sjálfstæður stjórnmálamaður var hann kjörinn borgarstjóri Burlington árið 1981 og var endurvalinn þrisvar. Hann vann kosningar í bandarísku fulltrúadeildinni árið 1990 og var fulltrúi fyrir stórumdæmi Vermont. Hann starfaði sem fulltrúadeildarþingmaður Bandaríkjanna í 16 ár áður en hann var kjörinn í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 2006; var hann valinn aftur í öldungadeildina 2012 og 2018.

Í apríl 2015 tilkynnti Sanders að hann hefði hafið kosningaherferð sína vegna tilnefningar demókrata 2016 til forsetaembættis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir lágar væntingar í upphafi vann hann 23 prófkjör og flokksráðrskjör og fekk um 43% fulltrúa, samanborið við 55% sem féllu í hlut Hillary Clintons.

Herferð Bernies Sanders var þekkt fyrir ákefð stuðningsmanna hans, svo og fyrir að hafna stórum framlögum frá fyrirtækjum, fjármálaiðnaði og öllum stjórnmálaaðgerðanefndum tengdum þeim. Í júlí 2016 viðurkenndi hann forsetaframboð Hilary Clinton formlega gegn repúblikananum Donald Trump, en hvatti stuðningsmenn sína til að halda áfram „pólitísku byltingunni“ sem herferð hans hafði hafið.

Í febrúar 2019 tilkynnti Sanders aðra forsetaherferð sína og gekk til liðs við breiðan akur frambjóðenda demókrataflokksins sem elti ólar við tilnefningu flokksins. Að þessu sinni fór hann í samkeppnina sem öflugur frambjóðandi með almenna viðurkenningu á landsvísu ásamt fjölda styrktaraðila með litlum framlögum sem hefur knúið áfram fjáröflunherferðar hans.

Frá og með janúar 2020 hafði Sanders aflað meira peninga en nokkur annar frambjóðandi demókrata og aðeins sjálfstyrktir milljarðamæringarnir Tom Steyer og Michael Bloomberg höfðu meira fé á milli handanna.

Í fyrstu þremur ríkjunum í forvali demókrat vann Sanders vinsældarkosningu í Iowa en tapaði naumlega fyrir Pete Buttigieg í fjölda fulltrúa. Hann vann svo New Hampshire og Nevada. Um miðjan febrúar hóf pressan að kalla Sanders forsetaefni flokksins.

Þetta hafa andstæðingar Bernie Sanders áhyggjur af – bæði innan demókrataflokksins og repúblikanaflokksins:

1. Hann er ákafur kommúnisti. Hann heldur virkilega að kommúnisminn hafi hjálpað fátæku fólki. Hann hrósaði Fidel Castro og Daniel Ortega, fór í brúðkaupsferð til Sovétríkjanna og reyndi að koma á diplómatískum tengslum við kommúnistastjórnir.

Hann hefur tónað niður orðræðu sína um ríka fólkið  og var með gífuryrði gegn því þangað til fyrir nokkrum mánuðum, á marxistískan hátt,  og hélt því fram að ríka fólkið bær ábyrgð á vanda fátækra í heiminum.

2. Tillögur hans varðandi efnahagsmál  telja andstæðingar hans vera fáránlegar vegna kosnaðar. Hér er eitt dæmi: Ókeypis opinberir háskólar í Bandaríkjunum.

Með því að gera háskóla ókeypis mun það ekki skyndilega gera óhæfa námsmenn (sem oftast eru fátækir eða illa menntaðir) hæfari til að gegna háskólanám. Slíkur styrkur mun ekki borga fyrir heimavist og annan kostnað, sem gerir það að verkum að lélegri námsmenn eiga enn erfitt með að stunda háskólanám.

,,Ef ofangreind mótrök dugði ekki til skaltu íhuga kostnaðinn“ sagði einn gagnrýnandinn. Opinberir háskólar eru aðeins ódýrari en einkaaðilar vegna þess að þeir eru niðurgreiddir með sköttum ríkisins. Ef Sam frændi styður frumvarpið, hvaða hvatningu hefðu ríkisskólar að halda áfram að niðurgreiða? Þeir myndu ekki gera það deginum lengur. Kostnaður á nemandann myndi tvöfaldast og heildarkosnaður færi upp í 700 milljarða Bandaríkjadollara sem eru miklir peningar, jafnvel á ameríska vísu, en heildarfjárlögin ríkisins hafa verið um 3 billjónir Bandaríkjadollara á ári.

Umdeildari hefur verið hugmyndir hans um nýju grænu leiðina sem á að kosta 16,3 trilljónir Bandaríkjadollara en hún á að umsnúa efnahagsmóteli landsins og útrýma eldsneytisnotkun sem byggir á jarðefnaeldsneyti fyrir miðja öldina.

Frambjóðendur demókrata til forsetaembættis eru allir sammála um að alríkisstjórnin þurfi að fjárfesta miklu meira í rannsóknum á hreinni orku, þróun og dreifingu, svo og í að byggja upp seiglu samfélagsins gegn loftslagstengdum hamförum eins og öfgaveður, rísandi úthöf og eldsvoðum.

Nokkrir demókratarframbjóðendur hafa kallað eftir fjárfestingum á milljarði dollara vísu, en í smáu letrinu leynist og byggjast þessar áætlanir bæði á opinber fjárlög og einkafjármögnun. 

Áætlun Sanders er sérstaklega frábrugðin vegna þess að hún kallar á meira fjármagn en hjá öllum hinum frambjóðendunum – 16,3 trillijónir dollara í heildina – og öll fjárfestingaráætlunin byggist á fjármagni alríkisstjórnarinnar. 

Áætlunin gerir ráð fyrir fjármagni frá ýmsum aðilum, þar á meðal $ 6,4 trilljónir í tekjur af sölu orku, 2,3 billjónir dollara af tekjusköttum vegna nýrra starfa sem stofnað var til samkvæmt áætluninni og 1,2 billjónir dollara sem teknir eru frá herútgjöld sem nú er varið til verndar olíuflutningaleiða og heimsverslunina.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR