Lokun landamæra Noregs og Svíþjóðar bjargaði „kaupmanninum á horninu“

„Eins dauði er annars brauð,“ segir máltækið. Það á við um litlar verslanir sem eru staðsettar Noregsmegin við landamæri Svíþjóðar og Noregs.

Þegar kórónaveirufaraldurinn blossaði upp og landamærunum var lokað höfðu norðmenn ekki tækifæri lengur til að keyra yfir landamærin og versla.

En þeir uppgötuðu „kaupmanninn á horninu“ Noregsmegin við landamærin. Norðmenn hafa sótt yfir landamærin til að kaupa varning sem er ódýrari í Svíþjóð, svo sem tóbak og áfengi.

Susnne Larsen sem rekur litla verslun sem heitir Joker Gru í Finnskogen, Noregsmegin, segir að það hafi bjargað versluninni þegar landamærunum var lokað.

Verslunin hafi upplifað ævintýranlegan vöxt eftir upphaf heimsfaraldursins.

Hún segir að í mars hafi orðið sprening í verslun og hún hafi þurft að hafa sig alla við og panta vörur því verslunin tæmdist nánast á hverjum degi.

Hinu megin við landamærin, í Svíþjóð, bera menn sig illa og margar verslanir hafa þurft að loka, tímabundið að minnsta kosti. Margir smærri kaupmenn í Noregi á þessum slóðum hafa sömu sögu að segja og vona að Norðmenn verði viljuguri að versla hjá „kaupmanninum á  horninu“ eða litlu verslununum í Noregi eftir að landamærin verða opnuð aftur hvenær sem það verður.

NRK segir frá.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR