Lögreglumenn reknir fyrir þátt sinn í dauða Breonna Taylor

Lögreglan í Louisville hefur rekið tvo yfirmenn sem tóku þátt í áhlaupi lögreglu og varð hinni 26 ára Breonna Taylor að bana í mars í fyrra. Greint er frá þessu á nbcnews.com.

Nafn svörtu konunnar hefur hljómað við nokkur mótmæli gegn kynþáttafordómum.

Taylor svaf hjá kærasta sínum Kenneth Walker, þegar lögreglan gerði áhlaup á samastað þeirra en það var hennar fyrrverandi kærasti sem lögreglan var á höttunum eftir. Sá hefur oft komist í kast við lögin og var eftirlýstur.

Walker hefur útskýrt að hann hafi haldið að það væri fyrrverandi kærastinn sem væri að brjótast inn í íbúðina og hann hleypti því af skotum og eftir það skutu lögreglumennirnir inn í íbúðina og urðu Taylor að bana. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR