Lítil samstaða um hjálp innan ESB: Albanía og Tyrkland hjálpa Ítölum og Spánverjum

Danskir fjölmiðlar gagnrýna dönsk stjórnvöld þessa dagana vegna þess að þau þvertaka fyrir að rétta Ítölum og Spánverjum hjálparhönd í þeirri gríðarlegu krísu sem ríkir í löndunum vegna kórónuveirunnar.

Margir danskir stjórnálaflokkar lýsa líka eftir samstöðunni milli ESB ríkjanna sem leiðtogar þeirra tala svo fjálglega um á hátíðisdögum.

Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, aftekur með öllu að Danir séu aflögu færir með lækingavörur vegna þess að Danir séu ekki búnir að ná toppi veirufaraldursins ennþá. En á sama tíma talar hann digurbarklega um nauðsyn þess að ESB löndin sýni samstöðu í þeim erfiðleikum sem nú geysa í Evrópu. Bæði danskir fjölmiðlar og forystumenn margra stjórnmálaflokka hafa vakið athygli á þessum tvískynnungi og skora á utanríkisráðherrann að senda hjálp til Ítalíu og Spánar.

Í dönskum fjölmiðlum í dag er bent á að bæði Albanar og Tyrkir hafi sent ekki bara lækningabirgðir til Ítalíu og Spánar heldur líka mannskap og spurt er að því að ef þessi lönd geti sent hjálp til þessara landa af hverju geti Danir það þá ekki líka?

Reyndar munu Pólverjar og Þjóðverjar hafa sent eitthvað af lækningarvörum til landanna. Danmörk er ekki eina ESB landið sem neitar að hjálpa öðrum ESB löndum í neyð. Framkvæmdastjórn ESB setti á bann við sölu lækingabúnaðar til annarra landa, svo sem Íslands og Noregs, en það bann var síðar afturkallað eftir mótmæli ríkisstjórna Íslands og Noregs.

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Aðrar fréttir

Donald Trump Nóbelsverðlaunahafi?

Trump forseti hefur verið útnefndur til friðarverðlauna Nóbels tvisvar undanfarna viku. Miðlun hans á friðarsamningum milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og friðarsamnings Serbíu og

Lesa meira »

Er Viðreisn að klofna?

Hvað gengur á innan Viðreisnar? Ætlaði Þorgerður að stela flokknum frá stofnandanum? Fróðlegt hefur verið að fylgjast með nýjustu hræringum í auðkýfingaflokknum sem kallast Viðreisn.

Lesa meira »