Lítið eitt um Kórónavírus: Spáð fyrir um vírusinn árið 1981 af Dean Koontz?

Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að heimurinn er við það að farast út af kórónavírusinum. En það er merkilegt að í þessu stríði skuli finnast bók sem metsölu höfundurinn Dean Koontz gaf út árið 1981 og heitir „The Eyes of Darkness“, þar sem kemur fram að vírus verði sleppt meðal fólks árið 2020 frá RDNA rannsóknarstofunni rétt fyrir utan Wuhan. Hann kallar þennan vírus Wuhan-400. Það verður að segja frekar skrítið, ef Kínverjar hafa þróað vírus í efnavopna tilgangi að þeir skuli nota hann á sína eigin þjóð. Síðan er alltaf spurning á hverja á að beita svona vírus þar sem hann smitast um heiminn eins og vindurinn og hættan á að þurfa að bragða á sínu eigin meðali er mjög há. Þessi vírus drepur ekki dýr en þau smitast og eru smitberar og er t.d. bent á nauðsyn þess að elda allt kjötmeti vel. Talið er að Wuhan vírsusinn hafi borist frá dýri til manna og gæti því alveg eins hafa verið efnavopnaárás á Kínverja. Kórónavírus (CoV) er samnefni á þyrpingu vírusa og eru til nokkur þekkt afbrigði. Má þar einna helst nefna „Middle East Respiratory Syndrome“ (MERS-CoV), Severe Acute Respiratory Syndrome (SARS-CoV) og novel coronavirus (nCoV). Þessi sem er í gangi núna hefur fengið nafnið Covid-19. Það að rithöfundurinn Dean Koontz skuli nefna kórónavírus er vegna þess að hann er einfaldlega að tala um einhvern hættulegan vírus. En það verður að segjast merkilegt að ártalið hjá rithöfundinum, 39 ár fram í tíman, skuli standast og líka nafnið á vírusinum, Wuhan. Sumir segja að 80% af spádómum sem rætast sé vegna þess að fólk lætur þá rætast, svo kannski einhver hafi séð til þess í þessu tilfelli.

En burt frá öllum samsæriskenningum, því það skiptir meira máli hvernig á að forðast vírusinn heldur en hvort hann sé af mannavöldum eða ekki, alla vegana meðan
hann gengur yfir. Ef þú hefur smitast, þá eins og alltaf, er best að leita til
læknis. En í fyrirbyggjandi aðgerðum, þá er C vítamín eina vel þekkta

Til að draga úr smiti 

Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handsprit. Forðast snertingu við augu, nef og munn.

Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír þegar um kvefeinkenni er að ræða. 

Forðist náið samneyti við einstaklinga með hósta og almenn kvefeinkenni. 

Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðahúna. 

Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi. 

Eldið vel kjöt og egg. Forðist að koma nærri lifandi dýrum á markaðstorgum. 

Landlæknir 

 

leiðin til að styrkja ónæmiskerfið. Talað er um að dagskammtur sé um
60 milligrömm (fyrir reyklausa) og að efri þolmörk séu um 2000
milligrömm, en C vítamín er vatnsuppleysanlegt og því ofskömmtun í
sjálfum sér ekki til. Enn í dag, þá hafa meðferðir á sjúklingum í Kína
verið svo til eingöngu með C vítamíni. Það er gefið í 24000 milligramma
dagskammti í æð sem kemur út á 7 ml rennsli á klukkustund. Með C vítamíninu er gefið sama magn af vatni.

Hvað mat snertir þá er ein stór gul papríka um 300 grömm á þyngd og er með um 550 mgr af C vítamíni sem er 9 faldur dagskammtur og einn kiwi er rúmlega 2,5 dagskammtar. Kjúklingabringur eru ekki með neitt C vítamín, ekki heldur nautakjöt, ekki heldur svínakjöt, ekki heldur kindakjöt og miðlungs kartafla er með 46 mgr af C vítamíni, sem er 76% af ráðlögum dagskammti, en það er ekkert C vítamín í hrísgjónum. Ýsa hefur ekkert C vítamín og 400 grömm af Norður Atlantshafs þorski er aðeins með um 6% af ráðlögðum dagskammti. Þegar eitthvað bjátar á, þá er talið gott að fara ekki undir 2 faldan dagskammt.

Blaðsíða úr bókinni þar sem talað er um kórónavírusinn frá Wuhan.

En afhverju þetta upphlaup? Að sjálfsögðu er erfiðra að drepa fjölvírusa en þegar um er að ræða bara einn vírus. En frá því að vírusinn kom upp þann 31. desember 2019 til 29. febrúar 2020, þá hafa 2.923 menn dáið. Á sama tíma hafa 78.617 manns dáið úr árstíðabundnum vírusum. Er umfjöllunin partur af söluferli? Þetta er í fréttum alla daga í blöðum og sjónvarpi, en það fást ekki betri auglýsingar en það og allt er það frítt. Er verið að hræða heilu þjóðfélögin til að ná síðan góðri sölu upp á kannski marga milljarða dollar?

En að öllu slepptu, þá er algjör óþarfi að vera kærulaus og förum eftir ráðleggingum frá Landlækni.

Við skulum vona að rithöfundurinn Dean Koontz hafi líka rétt fyrir sér þegar hann segir að vírusinn muni hverfa jafn hratt og hann kom.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR