Leynigögn leyniþjónustna sýna að kínversk stjórnvöld blekktu heiminn um upphaf kórónuveirufaraldsins

Í rannsóknargögnum sem unnin eru af svokölluðu „Five Eyes“ leyniþjónustubandalagi kemur fram að Kína hafi falið vísvitandi eða eyðilagt vísbendingar um kórónuveiru faraldurinn, sem leitt til dauða þúsunda mannslífa um allan heim.

15 blaðsíðna skjal njósnastofnana í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Nýja Sjálandi, var aflað af dagblaðinu Telegraph í Ástralíu og segir að leynd Kína hafi verið „árás á alþjóðlegt gegnsæi.“

Málsskjölin snerta þemu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum um upphaf veirufaraldursins, þar á meðal fyrstu afneitun Kínverja um að  að veiran smitast milli manna; að þaggað hafi verið í læknum eða þeir látnir ,,hverfa” þeir sem reyndu að tala um faraldurinn; eyðilegging sönnunargagna á rannsóknarstofum og synjun um að afhenda vísindamönnum á alþjóðavettvangi lifandi sýni sem nota má sem efnivið í bóluefni.

Sérstaklega er tekið fram í skjölunum að Kína hafi byrjað að ritskoða fréttir af veirunni á leitarvélum og samfélagsmiðlum frá og með 31. desember og eytt hugtökum þar á meðal „SARS-breytileiki“, „Wuhan sjávarrétta markaður“ og „Wuhan óþekkt lungnabólga.“

Þremur dögum síðar, þann 3. janúar, fyrirskipaði Heilbrigðisnefnd Kína að veirussýni yrðu annað hvort flutt til tilnefndra prófunarstöðva eða eyðilögð, en um leið var gefin út „skipun um enga birtingu“ tengd sjúkdómnum.

Í frétt Saturday Telegraph er að finna tímalínu yfirhylmingastarf kínverskra stjórnvalda. Þann 5. janúar, til dæmis, hætti heilbrigðisnefnd Wuhan að gefa út daglegar uppfærslur á fjölda nýrra mála og sagðist ekki ætla að halda þeim áfram í 13 daga. 10. janúar sagði Wang Guanga, öndunarfærasérfræðingur á Peking háskólasjúkrahúsinu sem hafði verið að rannsaka faraldurinn, að þetta væri „undir stjórn“ og að mestu leyti „vægt ástand.“ (Wang sjálfur upplýsti 12 dögum síðar að hann hefði smitast af veirunni.)

Tveimur dögum síðar, 12. janúar, var rannsóknarstofu prófessors í Shanghai lokuð eftir að hún deildi gögnum um erfðafræðilega röð veirunnar með umheiminum. Þann 24. janúar stöðvuðu kínverskir embættismenn Veirufræðistofnun Wuhan frá því að deila veirusýnum með rannsóknarstofu við háskólann í Texas.

Ef til vill er mest fordæmandi í skjölunum að kínversk yfirvöld hafi neitað því að veiran gæti dreifst milli manna þar til 20. janúar, „þrátt fyrir vísbendingar um smit milli manna allt frá byrjun desember.“

Gögnin eru álíka óvægin gagnvart viðbrögð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og fullyrða að hún hafi tístað í samræmi við kínversku línuna um að veiran smitaðist ekki milli manna, þrátt fyrir að „embættismenn í Taívan lýstu áhyggjur strax þann 31. desember, sem og sérfræðingar í Hong Kong þann 4. janúar.“

Frá og með föstudagskvöldinu var enn á Twitter reikningi WHO kvak eða tíst frá 14. janúar þar sem sagt var:  „Bráðabirgðatilraunir, sem kínversk yfirvöld hafa framkvæmt, hafa ekki fundið neinar skýrar vísbendingar um smit milli manna á nýju #kórónuveirunni (2019-nCoV ) auðkennd sem #Wuhan, #China.”

Í skjölunum er haldið fram að allan febrúar hafi stjórnvöld í Peking þrýsta á Bandaríkin, Ítalíu, Indlandi, Ástralíu, nágrannaríki í Suðaustur-Asíu og annarra, að verja sig ekki með takmörkunum á ferðalögum, á sama tíma og kínversk stjórnvöld settu á víðtækar takmarkanir innanlands.“

Á sama tíma segir í skjalinu: ,,Milljónir manna yfirgáfu Wuhan eftir að faraldurinn braust út og áður en kínversk stjórnvöld einangraði borgina þann 23. janúar.”

Í málsskjölunum er farið yfir málflutning kínverskra stjórnvalda þar sem fram kemur: „Þegar erindrekar ESB [Evrópusambandið] undirbjuggu skýrslu um heimsfaraldurinn þrýstir Kína á, með góðum árangri á framkvæmdarstjórn ESB í Brussel til að draga úr orðalagi vegna falsupplýsinga herferðar Kína.“    

Á sama tíma er áströlsk stjórnvöld að kalla á óháða rannsókn á heimsfaraldrinum, en Kínverjar bregaðst við með því að hóta að hætta viðskipti við Ástralíu. Kína hefur sömuleiðis brugðist grimmt við kröfum Bandaríkjamanna um gagnsæi eða ábyrgð. “

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR