Landamæralausa Schengen-svæðið fallið!

Draumurinn um ,,no border“ og sumir vinstri menn á Íslandi aðhyllast, er nú í raun úti.  Hugmyndin um að borgarar Evrópusambandsríkja geti farið frjálst og án afskipta stjórnvalda um önnur Evrópuríki, án landamæraeftirlits, er úti.

Í raun hefur skilríkjalaus för íslenskra ferðamanna til annarra aldrei orðið að veruleika. Sama á við um erlenda ferðamenn sem koma til Íslands. Þeir þurfa að hafa a.m.k. vegabréf á sér, til að vera öruggir um að komast inn í landið. Flugfélög krefjast vegabréf er fólk yfirgefur landið og hugmyndin að það nægi að sýna ökuskírteini eða önnur sambærileg skírteini hefur verið út í hött og aldrei verið viðurkennt að sögn landamæravarðar er skinna.is ræddi við.

Það er staðreynd að Ísland er eyríki í Evrópu. Önnur eyríki, eins og til dæmis Írland og Bretland, hafa alla tíð krafist vegabréf og aldrei viljað gangast undir Schengen samkomulagið.

Í góðu árferði, hafa landamæraeftirlitslaus landamæri Vestur- og Norður-Evrópuríkja greitt för varnings og fólks og verið til góðs.  En um leið og vandræði koma upp, eins og þegar áhlaupið á landamæri Evrópu 2015 stóð yfir, þegar yfir 1 milljón hælisleitenda ruddist yfir suðurlandamæri Evrópusambandsins, þá neyðast ríki til að skella í lás og loka landamærum sínum.

Það sýndi sig þegar einstök ríki urðu að brjóta Schengen samkomulagið, og sögðu að það yrði tímabundið, að lokun landamæra er stundum nauðsyn og lífsspurtsmál. Danir lokuðu landamærum sínum gagnvart Svíþjóð, oftar en einu sinni vegna hælisleitendavandans. Nú er búið að loka landamærum Danmerkur og Þýskaland og fleiri landamæri, en nú er hættan önnur, kórónuveirufaraldur.

Bandaríkjamenn hafa lokað landamærum sínum gagnvart Kanada og Mexíkó og í fyrsta sinn segir enginn neitt við því eða mótmælir. Allir skilja hættuna. En hvað ætla Íslendingar að gera? Loka landamærum sínum þegar fjöldi smitaðra er kominn upp í eitt þúsund? Eða lokast þau sjálfkrafa vegna útgöngu- og ferðabanns annarra Evrópuríkja? Þurfa aðrir að hafa vit fyrir íslenskum yfirvöldum? Þegar hefur einn erlendur ferðamaður látist á Íslandi vegna kórónuveirusmits. Hann var ekki settur í sóttkví líkt og Íslendingar sem koma erlendis frá þurfa að gera.

Er ekki kominn tími til að endurskoða Schengen samkomulagið? Eru ekki ókostirnir fleiri en kostirnir? Er sniðugt að hafa landamæri Íslands við Tyrkland sem notar hælisleitendur eins og peningaspil? Ræður Ísland við fjöldaáhlaup hælisleitenda, þegar og ef þeir uppgötva, gósentlandið Ísland í norðri, sem þorir ekki að segja nei við tilhæfulausar hælisbeiðnir? 

Eigum við ekki að ráða landamærum landsins eins og við ráðum lögsögu sjávar í kringum landið? Íslendingar börðust hart við að tryggja ,,landamæri” Ísland á sjó en virðast ekki skilja gildi þess að ráða eigin landamæri. Hægt er að halda kostum Schengen samkomulagsins, svo sem samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu, án þess að afsala sér fullveldi sínu með afnám landamæra. Íslendingar börðust hart fyrir frelsi landsins fyrr á tíð en nú eru tímarnir aðrir að því virðist.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR