Kýpur opnar á alla bólusetta breska ferðamenn frá maí

Kýpur hefur sagt að það muni opna landamæri sín fyrir bólusettum Bretum frá byrjun maí – en ferðatakmarkanir bresku ríkisstjórnarinnar munu enn vera í gildi.

Stjórnvöld á Kýpur sögðu að þeir sem hefðu fengið báða skamta af bóluefni gætu ferðast þangað án takmarkana frá 1. maí.

En þetta er meira en tveimur vikum fyrir fyrstu dagsetningu sem Bretar geta farið til útlanda í fríum samkvæmt reglum stjórnvalda þar í landi. Ekki er ljóst hvernig ferðamönnum verður gert að sanna að þeir hafi fengið báða bóluefnisskammtana.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR