Kveðjuræða Trump: Óskaði nýrri stjórn velgengni, en sagðist samt ekki samþykkja niðurstöðu forsetakosninganna

Trump þakkaði eiginkonu sinni Melania, fjölskyldunni almennt og mörgum starfsmönnum hans í kveðjuræðu í kvöld. Hann þakkaði einnig Mike Pence varaforseta, þó að hann hafi gagnrýnt Pence harðlega fyrir að samþykkja kosningu Joe Biden

„Ég er sérstaklega stoltur af því að vera fyrsti forsetinn í áratugi til að hefja ekki nýtt stríð,“ sagði Trump í ræðu sinni.

Í kveðjuræðu sinni biður Donald Trump Bandaríkjamenn um að missa ekki trúna á landi sínu.

„Stærsta hættan sem við stöndum frammi fyrir er að missa trúna á okkur sjálf – tapa sjálfstrausti þegar kemur að þjóðerni okkar,“ sagði Trump.

Nefndur árangur

Í síðustu ræðu sinni í Hvíta húsinu fjallaði Trump um nokkur mál sem hann taldi að stjórn sinni hefði tekist. Meðal þeirra voru nýir viðskiptasamningar við önnur lönd, skattalækkanir, efnahagur Bandaríkjanna og það sem hann nefndi sem tryggari landamæri að Mexíkó.

Hann benti á að Bandaríkin muni kynna nýja stjórn í þessari viku. Sagði hann að fólk ætti að biðja fyrir nýju stórninni, svo hún myndi gera landið öruggt og velmegandi í framtíðinni.

Trump sagði einnig að Bandaríkin ættu að setja flokkspólitískar deilur á bak við sig.

Gagnrýndi ritskoðun

– Ég valdi ekki auðveldustu leiðina, oft erfiðustu, sagði hann um forsetaembættið. Trump sagðist taka hörðustu bardagana og erfiðustu kostina vegna þess að það var það sem hann var valinn til að gera.

Trump hefur verið rekinn af nokkrum samfélagsmiðlum fyrir að hvetja til árásar á þingið, að þeirra sögn. Í kveðjuræðu sinni gagnrýndi hann það sem hann kallaði „ritskoðun og hóphugsun“.

„Að loka fyrir frjálsar og opnar umræður er ofbeldi gegn grunngildum okkar og löngum hefðum,“ sagði Trump.

Trump sagði einnig:

„Jafnvel þó að tímabili mínu sé lokið, þá er hreyfingin aðeins nýhafin,“ sagði Tump. Hann vísaði til trúarinnar á fólkið sem hverfur ekki.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR