Krabbameini í þvagblöðru eytt með kvefveiru

Í áhugaverðri rannsókn, hefur komið í ljós að meðhöndlun krabbameins í þvagblöðru með kvefveirustofni, hefur eytt krabbameinsfrumum í þvagblöðrunni. Þessi furðulega niðurstaða bendir til þess að algeng kvefveira gæti gjörbreytt framtíðarmeðferð við krabbameini.

Vísindamenn frá háskólanum í Surrey og Royal Surrey County sjúkrahúsinu tóku náttúrulegan kvefveirustofn, coxsackievirus (CVA21) og notuðu hann á 15 krabbameinssjúklinga með ekki vöðvaífarandi þvagblöðrukrabbamein (NMIBC). Sjúkdómurinn er tíunda algengasta krabbameinið í Bretlandi.

Sjúklingunum var gefið CVA21 í gegnum legginn í þvagblöðrunum viku áður en áætlað var að gangast undir skurðaðgerð til að fjarlægja æxli þeirra.

Vísindamennirnir skoðuðu sýnin eftir aðgerð og gátu séð að veiran réðst aðeins á krabbameinsfrumurnar, smitaði þær og endurritaði sig síðan og olli því að krabbameinsfrumurnar rofnuðu eða ,,sprungu“ og dóu. Þvagsýni sem tekin voru meðan á rannsókninni stóð sýndu „úthellingu“ frá veirunni, sem sýnir fram á að afritaða veiran hélt áfram að miða á og ráðast á aðrar krabbameinsfrumur í líkamanum.

Meðferð við krabbameini í þvagblöðru krefst nú uppáþrengjandi og langvarandi meðferðar sem er „árangurslaus og eitruð hjá ákveðna hluta sjúklinga,“ útskýrði Hardev Pandha, umsjónarmaður rannsóknarinnar.

Kvefveiran virðist þenja út æxlið sem hvetur ónæmisfrumur til að gera árás og drepa krabbameinsfrumurnar. Venjulega eru þvagblöðruæxli ekki með ónæmisfrumur svo ónæmiskerfi líkamans ræðst ekki á krabbameinið.

Flest æxli sjúklinganna reyndust vera með frumudauða og hjá einum sjúklingi var engin ummerki um krabbameinið sem fannst við skurðaðgerð eftir aðeins viku meðferð. Engar marktækar aukaverkanir fundust hjá neinum sjúklinganna.

„Krabbameinsdrepandi veirur, svo sem coxsackie veiran, gætu breytt því hvernig við meðhöndlum krabbamein og gæti bent til þess að hætt verði við rótgrónari meðferðir, til dæmis lyfjameðferð,“ sagði Nicola Annels, rannsóknarmaður við háskólann í Surrey.

Heimild, RT:  https://www.rt.com/uk/463523-common-cold-bladder-cancer-cure/

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR