Kórónuveiran og spánska veikin 1918

Ef eitthvað er að marka fréttir frá kínverskum stjórnvöldum, virðast þarlend stjórnvöld hafa tökum á útbreiðslu Kórónaveirunnar sem veldur Covid-19 sýkingu.  Erfitt er að meta fréttir þaðan, þar sem landið er stórt og stjórnvöld eiga í erfiðleikum með að ná utan um allan þennan fjölda sem kann að vera smitaður. Góðu fréttirnar eru að Kínverjar segja vera að loka bráðabirgða sjúkrahúsum og tilfellum fækkar með hverjum degi.

Ekki er enn séð fyrir endanum á útbreiðslu kórónuveiru smitaðra á Íslandi.  Ný tilfelli bætast við á hverjum degi og öll eiga þau uppruna að rekja til Norður-Ítalíu, bæði þau sem komu með ferðafólki þaðan og einstaklingum sem hafa verið í samskiptum við þetta fólk.

Nú er mikilvægt fyrir stjórnvöld að taka föstum tökum á þennan afmarka hóp og þá gæti þessi faraldur verið á enda innan tveggja vikna.  Ábyrðalaust virðist vera tal heilbrigðisyfirvalda um að ekki takist að stöðva útbreiðslu faraldsins á landinu, heldur aðeins sagt að þau séu að reyna að tefja útbreiðslu. 

Sagan hefur kennt okkur að hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu ef strax er gripið til ráðstafana. Svo var í spánsku veikinni 1918, að tilfellin voru að mestu einskorðuð við Suður- og Vesturland. Sagt er að Hellisheiðinni hafi verið lokað og eins Holtavörðuheiði og það hafi gert útslagið við útbreiðslu veikinnar.

Dauðsföll af völdum spánsku veikinnar. Heimild: „Hátt í fimm hundruð manns dóu.“ Ísland í aldanna rás, s. 149.

Grípum hér í frásögn Skúli Sæland, sagnfræðings, sem skrifaði grein um spánsku veikina á Vísindavefnum.

,,Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfelli spænsku veikinnar. Á fræðimáli ber veirustofninn sem þar kom við sögu heitið H1N1 innan inflúensu af A-stofni.

Veikin er talin hafa borist hingað til lands með skipunum Botníu frá Kaupmannahöfn og Willemoes frá Bandaríkjunum 19. október 1918, sama dag og fullveldi Íslands var samþykkt. Fljótlega fór fólk að veikjast og í byrjun nóvember var faraldurinn kominn verulega á skrið og fyrsta dauðsfallið skráð. Sólveig Vigfúsdóttir frá Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum hafði harkað af sér og haldið áfram vinnu sinni í Reykjavík þrátt fyrir að vera veik. Hún lagðist með lungnabólgu og lést innan sólarhrings. Miðvikudaginn 6. nóvember er talið að þriðjungur Reykvíkinga hafi legið sjúkur. Fimm dögum síðar er talið að tveir þriðju íbúa höfuðborgarinnar hafi verið rúmfastir. Á þessum tíma var mikill húsnæðisskortur og bjuggu margir við ömurlegar aðstæður sem gerði illt verra. Til að bæta gráu ofan á svart gekk kuldakast yfir.

Samkvæmt opinberum tölum létust alls 484 Íslendingar úr spönsku veikinni. Veikin kom þyngst niður á Reykjavíkingum en með ströngum sóttvörnum og einangrun manna og hluta sem grunaðir voru um að geta borið smit tókst að verja algerlega Norður- og Austurland.“

Hér má sjá greina:  https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4775#

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR