Kórónaveiran: Íslensk stjórnvöld alltaf eftir á með aðgerðir

Það hefur verið lengi ljóst að ákveðin svæði á Norður-Ítalíu og á Alpasvæðinu hafa verið útungunarsvæði fyrir ný kórónuveirusmit á Íslandi.  Þótt frétt bærust um að greind hafa verið smit á þessu svæði, héldu Íslendingar áfram að flykkjast á skíði eins og enginn væri morgundagurinn.

Afleiðingin er auðljós.  Faraldur hefur brotist út á Íslandi, innfluttur frá sýktum svæðum í Evrópu.  Ekki var gengið hart eftir í fyrstu með aðgerðir.  Svo var brugðist við en of seint.  Fólki við komuna til Íslands sagt að fara í sóttkví, sem sumir hafa hlýtt en aðrir ekki.  Sóttkvíin hefur reynst vera í skötulíki, þar sem fólk sætir ekki útgöngubann.  Þessir einstaklingar sem hafa sýkst og aðrir mögulega smitberar, hafa því getað dreift veirunni innanlands óáreitt.

Ekki hefur íslenskt hjúkrunarfólk heldur verið fyrirhyggjusamt.  Einn hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku smitaðist og nú eru fimm samstarfsmenn komnir í sóttkví.

Stærstu vinnustaðir landsins, eru skólarnir.  Nemendafjöldi í einum skóla getur farið upp í þúsund nemendur og tilheyrandi fjöldi starfsmanna með.  Sumir skólar bregðast rétt við og mælast til að nemendur með hósta eða önnur flensueinkenni komi hreinlega ekki í skólann. Það er viturleg varúðarráðstöfun.

Stóra spurningin er hjá mörgum, hvenær telja íslensk yfirvöld að ástandið sé komið á það stig, að samkomubann verði komið á?  Tregða embættismanna til að taka afstöðu og af skarið, eykur ekki tiltrú almennings á getu þeirra til að fást við þennan faraldur.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR