Kórónaveiran dreifist hratt í minkabúum í Danmörku

Covid-19 sýkingin meðal minks hefur dreifst frá Norður-Jótlandi til Suðvestur-Jótlands.

Nú hefir fundist smit í búum í bæjum í Thyregod í norðvesturhluta Vejle sveitarfélagsins og eins í Måde nálægt Esbjerg og það verður að slátra heilu hjörðunum af mink. Þeim verður slátrað á þriðjudag eða miðvikudag. Þetta fullyrðir yfirmaður dýralækninga hjá dönsku dýralæknis- og matvælastofnuninni, Flemming Kure Marker.

– Það er áhyggjuefni að sýkingin færist lengra niður í landinu frá norðri, segir dýralæknirinn.

– Við útilokum enga orsök en við vitum ekki hvað veldur. Við vitum að menn smita mink og minkur smitar menn, segir Flemming Kure Marker.

Meira en hundrað minkabú eru nú smituð af covid-19.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR