Efasemdamaður um kórónaveiruna deyr af völdum kórónaveirunnar

Það var á þriðjudaginn sem maðurinn Hans Kristian Gaader lést á heimili sínu á Hadeland í Noregi. Próf eftir dauða hans sýndi að hann var með kórónaveiruna, að því er sveitarfélagið greindi frá.

Það voru Avisa Oslo og Oppland Arbeiderblad sem tilkynntu fyrst að hinn látni væri Gaarder sem var þekkur efasemdamaður um að í gangi væri faraldur vegna kórónaveirunnar. Hann gagnrýndi líka mjög allar sóttvarnir og tengdi þær við ýmsar samsæriskenningar um að yfirvöld væru að nota tækifærið til að hefta frelsi fólks.  Eftir því sem NRK segir í frétt um málið.

Á einni vefsíðu er vísað til hans sem óháðs rannsakanda um það sem kalla má leynilegar upplýsingar. Hann er kallaður einn fremsti samsæriskenningarmaður Noregs. Hann skrifaði meðal annars innlegg á Facebook þar sem lýst var efasemdum í garð kórónaveirunnar. Innleggið má sjá hér að neðan og er svona í lauslegri þýðingu: 

Hér er kórónaspurning dagsins: Hver gæti verið ástæðan fyrir stórum aðgerðum til að koma í veg fyrir smit vegna einhvers sem verður eins og slen eða væg flensa…? Getur það verið feluleikur um að kórónaveiran smitast EKKI milli manna…?! Svo munum við að það er verkefni lyga og svika fjölmiðla að blekkja lesendur þeirra og áhorfendur til villu svo að hægt sé að leiða þá í blindni og hlýðni út í mýri svika og lyga stjórnmálamannanna.  

Færslan sem Gaarder setti á fésbókina og birt er á vef nrk.no

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR