Kópavogsbær semur við Orkusöluna

Kópavogsbær bauð út kaup bæjarins á rafmagni fyrir byggingar í eigu bæjarins og var tilboði Orkusölunnar, sem var hagstæðast, tekið.

Gerð var krafa um að raforkan væri vottuð 100% endurnýjanleg og krafist staðfestingar á að fyrirtækið hefði leyfi til að stunda raforkuviðskipti á Íslandi.

Á vef Kópavogsbæjar kemur fram að heildarnotkun Kópavogsbæjar á rafmagni fyrir stofnanir og dælustöðvar eru um 12.7 GWst. á ári.

Myndin er af vef Kópavogsbæjar þegar bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson og framkvæmdastjóri Orkusölunnar undirrituðu samning um kaup bæjarins á rafmagni frá Orkusölunni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR