Konur og Íslam: Eftir þessa mynd þurfti Shohreh að flýja heimaland sitt

Írönsk yfirvöld brugðust hart við þegar Shohreh Rayat skákdómari var mynduð án huliðs hárs. Nú er hún rödd fyrir íranskar konur.

Það er næstum ár síðan atvikið átti sér stað sem stofnaði lífi Bayat í hættu vegna trúarkreddu í Íslam. Íran þar sem ofsatrúar múslímar stjórna öllu með harðri hendi er kvenfólk kúgað og samkynhneigðir hengdir í kranabílum. Í Íran, Saudi-Arabíu, Írak og fleiri löndum múslíma eru konur grýttar til dauða opinberlega fyrir minnstu sakir eða ímyndaðar sakir fjölskyldumeðlims svo sem maka, frænda eða föður. Yfirráð karlsins í fjölskyldunni eru algjör.

– Ég kveikti á símanum og sá að myndin af mér var alls staðar (í írönskum blöðum). Þeir héldu því fram að ég væri ekki með slæðu og að ég væri að mótmæla hijabnum, sagði Bayat við BBC.

Atvikið gerðist á heimsmeistaramóti kvenna í skák. Þetta var stærsta verkefni hennar á ferli sínum sem skákdómari. En eftir að myndin endaði í flestum írönskum fjölmiðlum varð hár dómarans gífurlegt deilumál í Íran.

– Þetta varð augnablikið þegar ég tók ákvörðun um að verða rödd fyrir íranskar konur. Þær höfðu ekki  rödd. Ég er ánægð með þá ákvörðun sem ég tók að vera ekki með hijabinn, segir Bayat við NRK.

Nokkrum dögum síðar mætti hún á mótið án hijabs.

Hún benti á að hún hefði engu að tapa og hætti því að klæðast höfuðfatinu.

Þegar starfi hennar á heimsmeistaramótinu í skák lauk í janúar þorði hún ekki að fara heim til Írans. Hún sagði BBC að hún væri í panik.

– Þær eru margar sem sitja í fangelsi fyrir að vera ekki með slæðu. Það er mikið vandamál. Kannski vildu þær vera til fyrirmyndar, segir hún við BBC.

Bayat segist hafa fengið mikinn stuðning frá skáksamfélaginu eftir atvikið í heimsmeistarakeppninni. Skákfræðingur NRK, Atle Grønn, segir hana vera mjög hugrakka. Hann telur að Íran sé undir þrýstingi á fleiri vegu en bara við mótmæli Bayat.

– Írönsku leikmennirnir neita að horfast í augu við Ísraelann. Nú hefur FIDE (alþjóðaskáksambandið, ritstj.) sagt að þeir líði það ekki lengur, ekki neitt af þessu. Það er margt sem breytist hér. Íran hefur reynt að halda í við sitt eigið í mörg ár, en nú standa þeir frammi fyrir raunverulegri andstöðu víða að, segir Grønn.

Eftir mótið kaus Bayat að ferðast til Englands og leita hælis þar, þó að fjölskyldan vildi að hún færi heim.

Sjálf lætur hún í ljós að hún sé á móti notkun hijabsins, en að hún hafi þolað það vegna þess að hún bjó í Íran.

Ég hafði ekki annað val, segir hún.

Hún hefur nú fengið bæði atvinnu- og dvalarleyfi í Englandi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR