Komu í veg fyrir hryðjuverk í Kaupmannahöfn

20 hafa verið handteknir í umfangsmikilli hryðjuverkarannsókn lögreglunnar í Kaumannahöfn. Fólkið sem handtekið hefur verið reyndi að verða sér úti um skotvopn og sprengiefni. Lögreglan segist hafa komist á snoðir um að hryðjuverk hafi verið í undirbúningi og hafi átt að bera keim af íslamskri hernaðaraðgerð.

Lögreglan hefur í aðgerðum sínum fundið ýmis efni til sprengigerðar í fjölmörgum húsleitum.

Í yfirlýsingu frá yfirmanni dönsku öryggislögreglunnar segir að þó að tekist hafi að koma í vegfyrir hryðjuverk í þessum aðgerðum lögreglunnar þá sé ennþá ástæða til þess að hafa áhyggjur. Hryðjuverka ógnin sé ekki yfirstaðin. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR