Kolbeinn Óttarsson Proppé fékk pirringskast í pontu: Sagði Miðflokkinn hatast við einn þingmann

Kolbeinn Óttarsson Proppé gagnrýndi Miðflokkinn harkalega á þingi í morgun vegna þess sem hann kallaði málþóf Miðflokksins í umræðum um samgönguáætlun. Hann sagði að allt þetta málþóf Miðflokksins gegni út á óvild á einum þingmanni en nefndi ekki hver sá þingmaður er. Sigmundur Davíð svaraði og sagði að ræða þingmannsins hefði ekki verið ræða heldur frekar pirringskast. Kolbeinn kom þá aftur í pontu og var greinilegt á mæli hans að hann var mjög æstur. Talaði hann um að Sigmundur væri að dilla sér og vekja athygli á sér. Sigmundur svaraði að allt tal þessa þingmanns Vinstri grænna um málþóf kæmi úr hörðustu átt ef litið væri til fortíðar Vinstri grænna sem væru þekktir fyrir málþóf í ýmsum málum hér áður fyrr. Þeir væru leiknir í að komia í pontu og tala út í eitt um ekki neitt! Greinilegt var á þingmönnum kommúnista að þeir voru í fýlu út í Miðflokkinn. Ari Trausti Guðmundsson tók til máls og var niðri fyrir. Hann sagðist þreyttur á ræðum miðflokksmanna og kallaði líka málþóf. Þingmenn Vinstri grænna héldu svo áfram að hjálpa Miðflokksmönnum í meintu málþófi með því að koma í pontu og veita andsvör sem gengu ekki út á málefnið heldur voru þeir helst að hreyta ónotum í þingmenn Miðflokksins fyrir að ræða efnislega samgönguáætlunina.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR