Kínverjar hótuðu Færeyingum: Hefur Íslendinum verið hótað?

Kínverjar hafa eytt miklu í hernaðaruppbyggingu

Kínverski sendiherrann í Færeyjum, Feng Tie, lagði mikla áherslu á að Færeyingar notuðu tækni Huawei við innleiðingu 5G nets í eyjunum. Þetta kemur fram í umfjöllun danskra fjölmiðla í dag. Vitneskjan kemur úr hljóðupptöku sem danska ríkisútvarpið hefur undir höndum.

Eins og komið hefur fram var lagt lögbann á umfjöllun færeyska ríkisútvarpsins við umfjöllun um fund færeyskra ráðamanna með sendiherra Kína. Það er hinsvegar mat lögmanna að það lögbann nái aðeins til færeyskra fjölmiðla en ekki danskra.

Fundurinn átti sér stað 11. nóvember. Þar lagði kínverski sendiherrann mikla pressu á Bárð á Steig Nielsen lögmann Færeyja um að eiga viðskipti við Huawei.

Kemur fram í upptökunum að kínverski sendiherran lofi Færeyingum viðskiptum við Kína af áður óþekktri stærðargráðu.

Samþykki Færeyingar hins vegar ekki viðskiptin við Huawei geti þeir gleymt því að reyna að eiga viðskipti við Kína.Þessar fréttir vekja upp spurningar hvort Kínverjar hafi haft uppi álíka hótanir gagnvart Íslendingum vegna innleiðingar 5G hér á landi. Mikil leynd hefur hvílt yfir hvað íslenskum ráðamönnum og kínverskum hefur farið á milli varðandi verkefni Kínverja „Belti og braut“ og er vert að rifja upp vandræðalega uppá komu í heimsókn varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands fyrir ekki svo löngu. Þar fullyrti varaforsetinn að Guðlaugur Þór Þórðarson hefði sagt sér að Íslendingar hefðu afþakkað boð Kínverja um að taka þátt í Belti og braut verkefninu en Guðlaugur bar það til baka stuttu síðar og var við misskilningi. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR