Kína vill breyta kosningakerfinu í Hong Kong

Kínversk stjórnvöld munu breyta kosningakerfi Hong Kong til að tryggja að „þjóðræknir“ stjórni borginni.

Þetta er staðfest af leiðandi kínverskum embættismanni á Þjóðarþinginu í Kína, sem hófst aðfaranótt föstudags að íslenskum tíma.

Talsmaðurinn, Zhang Yesui, segir að bæta þurfi kosningakerfið til að „fylgja takti við tímann.“

Kína mun meðal annars breyta samsetningu og stærð 1.200 manna kjörnefndar sem skipar oddvita ríkisstjórnarinnar í Hong Kong.

Þjóðarþingið hefur einnig til skoðunar að veita kjörnefndinni aukið vald til að tilnefna og kjósa frambjóðendur til þings.

Nokkrir alþjóðlegir fjölmiðlar telja að breytingar á kosningakerfinu geti orðið mikið áfall fyrir lýðræði í Hong Kong, sem þegar er undir þrýstingi. Ekkert lýðræði er í Kína. Alræðisstjórn kommúnista ræður þar ríkjum og hver sá sem dirfist að gagnrýna stjórn þeirra er umsvifalaust fangelsaður. Einnig hafa þeir sem krafist hafa mannréttinda í Kína hreinlega horfið og ekkert til þeirra spurst eftir það.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR