Kim Jong Un virðist nota tvífara

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, var einu sinni tekinn upp á myndband þar sem hann sést á spjalli við tvífara, eins  klæddan – stigmagnar villt samsæri um að tvífarinn hafi verið notaður nýlega til að halda því fram að hann væri á lífi og vel við heilsu.

Myndefni frá júlí 2017 sem Sun birti,  var nýlega enduruppgötvað og sýnir lharðstjórann með meintan tvífara sinn þegar hann viðstaddur eldflaugaskot.

Parið virðist vera af sömu hæð og stærð, með samskonar klippt hár að aftan og á hliðum, og klæddir eins jakkafötum sem eru fullkomlega í samræmi við það sem leiðtoginn hefur borið opinberlega, segir í frétt Sun.

Myndefnið virðist styrkja sögusagnir þess efnis að Kim, 36 ára, hafi löngum notað tvífara til að koma í veg fyrir morðtilraunir, sem International Business Times hefur sagt að sé „þekkt staðreynd.“

Vangavelturnar jukust í vikunni vegna mynda af Kim þegar hann birtist við borða-klippingu greinilega ætlaðar til að eyða fréttum um að hann væri alvarlega veikur eða jafnvel dauður.

Vef greinandi einn fullyrti að á opinberu myndbandinu sem birt var í vikunni, sýnir að greinilegt væri misræmi í andlitsgerð, hárlínu og tanngerð samanborið við fyrri útlit.

Aðrir segja hins vegar að samanburðarmyndirnar sem fóru í dreifingu hafi verið hugsaðar til að ýta undir samsærishugmyndina.

https://nypost.com/2020/05/07/kim-jong-un-was-once-filmed-talking-to-possible-body-doubles/

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR