Kílómetra raðir á landamærum Danmerkur

Landamæri Danmerkur voru opnuð í nótt. Strax um miðnætti voru farnar að myndast bílaraðir Þýskalands megin.

Lögreglan ákvað að láta nægja að taka stikkprufur annað slagið í staðin fyrir að skoða hvern og einn bíl til að flýta fyrir umferð. Danskir fjölmiðlar segja að þar með hafi virkt landamæraeftirlit í raun verið lagt niður í fyrsta sinn síðan 14. mars. 

Á öllum þeim stöðum þar sem hægt er að komast akandi í gegnum landamærin eru nú margra kílómetra röð bíla. Hér er aðalega um að ræða þjóðverja sem eiga pantað sumarhús víðsvegar um Danmörku. Þeir sem lögreglan telur að einhverjum ástæðum þurfa frekari athugunar við eru þó sem fyrr teknir til hliðar til. Dæmi er um allt að átta kílómetra langa röð á einum stað en það er við Frøslev. Þrátt fyrir það báru þýsku ferðamennirnir sig vel og margir sögðust ekki hafa þurft að bíða eins lengi eftir því að komast inn í Danmörku og þeir óttuðust. Einn sagði að það hefði einungis tekið hann 20 mínútur að komast yfir landamærinn en hann hafði búið sig undir tveggja eða þriggja tíma bið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR