Kennitölu og heimilisfang þarf til að fá bjór keyptan

Aðeins fólki frá bænum Bærum í Noregi er heimilt að fara í ræktina eða borða og drekka úti í sveitarfélaginu.  

– Gestir verða að gefa upp nafn, símanúmer og heimilisfang eða búsetusveitarfélag sem verður að vera Bærum.

– Við teljum að þetta sé ákjósanlegt frekar en að loka alveg, segir sveitarstjórinn Bente Herdlevær.  Hún segir að lögmaður sveitarfélagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé heimilt að biðja um heimilisfang.  

– Hvernig ætlar þú að koma í veg fyrir að gestir frá öðrum sveitarfélögum segist vera frá Bærum eða gefa heimilisfang í Bærum?  

– Við getum aldrei ábyrgst að það muni ekki gerast en við treystum fólki. Við teljum að íbúar Bærum vilji að við reynum halda samfélaginu í gangi og hjól atvinnulífsins gangi, segir Herdlevær.

Í sveitarfélaginu hafa  í dag greinst 36 ný smit sem er næstum tvöföldum frá síðasta miðvikudegi. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR