Kaupmannahöfn:„Börnin mín eru hrædd. Þetta er eins og villta vestrið!“

Hér má sjá hvernig borgarar eru í stór hættu.

Þeir sem búa á Norðurbrú í Kaupmannahöfn eru ýmsu vanir en síðasta fimmtudagskvöld var óbærilegt. Unglingagengi hafa tekið völdin og skjóta rakettum og púðurkerlingum að öllu sem hreyfist eins og sjá má á vídeóinu sem fylgir frétt Danska ríkisútvarpsins.

„Það var mikill hávaði hér sem reyndar er ekkert óvanalegt fyrir þetta hverfi. En það var óvanalega mikill hávaði hér í gær,“ segir Anita Strandsbjerg, sem býr við Rauða torgið á Norðurbrú.

Unglinga gengi hafa vaðið uppi og varpað heimatilbúnum sprengjum á gangandi vegfarendum og að ökutækjum.

Hún segist hafa tekið eftir því að um kvöldið hafi flugeldum verið deilt úr bílum á svæðinu sem voru með skottið fullt af flugeldum. Krakkar allt niður í 10 ára hafi fengið afhenta flugelda sem þeir hafi skotið að örðum gengjum í nágrenninu og öðrum vegfarendum. Skotið var líka að leigubílum og strætisvögnum.

„Síðustu kvöld hef hafa börnin mín verið hrædd og grátið. Við erum í villta vestrinu. Mig langar mest til að flýja en þetta er jú heimilið okkar og einhver þarf að passa upp á það líka. Við getum ekkert annað farið,“ segir hún.

Lögreglan getur lítið gert

Skiptar skoðanir eru meðal íbúa um aðgerðir lögreglunnar gegn þessum skríl. Sumir íbúar segja að lögreglan geri hvað hún geti og talsmaður lögreglunnar segir hana hafa mikinn viðbúnað og sýnileika.

Aðrir segja það ekki nóg. Einn íbúi segist hafa hringt í lögregluna nokkrum sinnum en fái einungis þau svör að lög gefi lögreglunni ekki mikið svigrúm.Frá Árósum berast svipaðar fréttir frá bæjarhlutanum Viby. Þar var ráðist að slökkviliðsmönnum með púðursprengjum og rakettum, sem kallaðir voru út til að slökkva elda í bæjarhlutanum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR