Katrín útilokaði ekki að sett verði lög á verkfall láglaunakvenna: Staðfesti vilja sinn til að selja Íslandsbanka

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útlokaði ekki í Kastljósi RÚV að sett yrðu lög á verkfall leikskólakennara.

Spurningu stjórnanda þáttarins um hvort kæmi til greina að skipta sér af þessari kjaradeilu (setja lög á verkfallið) svaraði forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna á þessa leið: 

„Ja, ef þú ert að vísa í lagasetningu þá tel ég það algjörlega ótímabæra umræðu og hún hefur ekki komið til.“

Það var létt yfir forsætisráðherra í viðtalinu í Kastljósi

Úr þessu svari má hæglega lesa að lagasetning sé ekki útilokuð og um það gætu stjórnvöld átt umræðu seinna. Það væri þá á þeim tímapunkti sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks fyndist allt vera í járnum í þjóðfélaginu vegna aðgerða Eflingar fyrir hönd láglaunakvenna sem starfa hjá borginni.

Vill selja Íslandsbanka

Katrín staðfesti áhuga sinn á því að hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur. Ástæðuna sagði hún vera að ríkið gæti fengið þar fjármagn til að fjárfesta í nauðsynlegum innviðum. Hún sagði jafnframt að hún teldi það skynsamlega nýtingu á opinberu fé. Hún stillti hlutunum þannig upp að annað hvort tæki ríkið lán, það er að segja ríkið skuldsetti sig, eða seldi hlutinn í Íslandsbanka. 

Loftslagsbreytingar hafa meiri áhrif á konur en karlmenn

Katrín sagði það forgang að berjast gegn loftslagsbreytingum og nefndi það sérstaklega að loftslagsbreytingar hefðu verri áhrif á konur en karla. Sérstaklega í þriðja heiminum.

Þegar hún var spurð að því hvort svo væri líka hér á landi sagði Katrín:

„Ja, ég meina. Við sjáum að bæði…það er svo mikilvægt að í raun og veru…það kom nú fram á þessu þingi [jafnréttisþingi sem Katrín setti] að við setjum alltaf kynjabreytuna inn í allt. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR