Ítalía: Mótmæla lokun skóla með því að læra á skólalóðinni

6. nóvember sat hin 12 ára Anita Iacovelli fyrir utan skólann sinn í Tórínó með heimavinnuna sína.

Hún gerði það í mótmælaskyni við að skólunum á Ítalíu er lokað fyrir elstu bekki.

Þetta eru mótmæli sem nú hafa breiðst út víða annars staðar á Ítalíu þar sem skólabörn eru við nám fyrir framan þá skóla sem hafa verið lokaðir vegna kórónusýkingarinnar.

Skólarnir opnuðu í september eftir hálfs árs hlé – en aðeins sex vikum seinna lokuðu þeir aftur fyrir elstu bekkina.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR