Íslendingar taka fram úr Norðurlöndum vegna umsókna um hæli

Samkvæmt vef Útlendingastofnunar þá er Ísland orðið stórtækara í móttöku hælisumsókna en önnur Norðurlönd. Þetta hljóta að vera tíðindi sérstaklega í ljósi þess að önnur Norðurlönd hafa stórlega dregið úr móttöku hælisleitenda og flóttamanna vegna samfélagslegra vandamála og menningar árekstra sem aukist hafa verulega síðustu ár.

Svíþjóð er það land sem tekur við næstflestum eða 22 á hverja 10.000 íbúa en Ísland tekur við 24 á hverja 10.000 íbúa. 

Að auki fengu 155 einstaklingar hæli eða mannúðarleyfi hér á landi sem aðstandendur flóttamanna. 

Samkvæmt Útlendingastofnun hefur aldrei fleirum verið veitt hæli hér á landi á einu ári. Samtals eru næst flestir sem fengu hæli frá ríkjum miðausturlanda en flestir koma frá Venesúela.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR