Íslendingar duglegir að styðja við innlenda gistingu

Bílastæði Hótel Arkar í Hveragerði var nánast fullt í dag. Íslendingar virðast duglegir að notfæra sér hin ýmsu tilboð sem innlend gisting hefur boðið upp á undanfarnar vikur og mánuði þegar létt hefur verið á sóttvörnum.

Mikið er að gera hjá Örkinni í kvöld og mun vera uppselt í kvöldverð þetta laugardagskvöldið.

Góð aðsók  landans í hina ýmsu gistingu undanfarið er einnig íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að þakka en fyrirtæki hafa gefið starfsfólki sínu gjafakort sem dekkar að einhverju- eða að öllu leiti gistingu á íslenskum gististað í eina nótt.

Eins og sjá má á smekkfullu bílastæði Arkarinnar virðast margir hafa ákveðið að nota sitt boðskort í helgargistingu þar. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR