ISIS hefur unnið stór svæði í Mósambík

Eftir nokkrar árásir og bardaga í suðausturhluta afríska Mósambík hefur ISIS-hreyfingu á staðnum nú tekist að ná mörgum borgum og ná til sín meiri völdum.

Þannig má nú raunverulega tala um að Íslamska ríkið hafi birst á nýjum stað á heimskortinu. Þetta er mat Søren Bendixen, fréttaritara DR í Afríku.

Fyrir marga er það líklega ný vitneskja að hreyfing Íslamska ríkisins starfi yfirleitt í landinu – og jafnvel sérfræðingar í Mósambík eru hissa á hvernig hún hefur skyndilega orðið svo stór.

– Það er hreyfing sem hefur þróast hægt undanfarin ár. Og það er í raun mjög erfitt fyrir yfirvöld og sérfræðinga að komast að því nákvæmlega hverjir standa að baki, segir Søren Bendixen.

Vitað er að „sofandi“ sellur ISIS eru í Suður-Afríku og telja sérfræðingar að ekki sé langt í að þær verði virkjaðar enda hefur ISIS hótað því að virkja sellurnar ef her Suður-Afríku skipti sér af baráttu þeirra í Mósambík.

Óttast er að ISIS muni ná enn stærri svæðum í Mósambík því her stjórnvalda hefur lagt á flótta víðast hvar af ótta við ISIS.

Líkt og í Sýrlandi og Írak hefur ISIS í Afríku beitt íbúa og hermenn sem falla í þeirra hendur mikilli grimmd. Rússneskir málaliðar börðust lengi vel með hernum gegn ISIS en höfðu ekki árangur sem erfiði og eru nú horfnir til síns heima. Í staðin eru suðurafrískir málaliðar komnir til landsins og berjast með hernum gegn ISIS.

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Aðrar fréttir

Schengen samkomulagið á tímamótum

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins lýsti yfir nýverið að sambandið ætli að afnema  Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar sem er fasttengd Schengen-samkomulagið. En hvað er Dyflinnarreglugerðin og Schengen-samkomulagið? Á Evrópuvefnum segir: ,,Dyflinnarsamstarfið

Lesa meira »