Írland fylgir í kjölfarið á Danmörku: Munu drepa alla minka í landinu

Byggt á reynslunni frá Danmörku vegna stökkbreyttrar útgáfu af covid-19 í minkum, ætla írsk stjórnvöld að drepa alla minka í landinu.

Dönsk stjórnvöld ætla að halda til streitu að farga öllum minkum af ótta við að stökkbreytt veira valdi faraldri sem ekki er til bóluefni við.

Það segir talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Dublin samkvæmt AFP.

Málið hefur nú þegar haft áhrif á utanríkisviðskipti Dana en Bretar hafa sett mjög strangar takmarkanir á Dani í viðskiptum og ferðalögum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR