Indverskt vírusafbrigði í Bergen

Ný stökkbreyting á kórónaveirunni hefur fundist í Noregi og fyrsta tilvikið er í Bergen, segir í frétt NRK um málið. Það var Örverufræðideild Haukeland háskólasjúkrahússins sem fann indverska stökkafbrigðið í sýni. Sá smitaði er í einangrun.

Það er óvíst hvaða eiginleika þetta afbrigði hefur. Á Indlandi er sagt að stökkbreytingin sé nokkuð smitandi.

– En hvort það er meira smitandi í Noregi vitum við til dæmis ekkert um. Íbúaþéttleiki er annar hér en á Indlandi, segir norskur sérfræðingur í örverufræðum við NRK.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR