Í gær lenti vél í Keflavík með 35 farþega þar af 14 hælisleitendur: Var ekið með leigubílum til Reykjavíkur

Ekki er mikið um flugferðir til Íslands í faraldrinum sem geysar af völdum kínaveirunnar. Jón Magnússon lögfræðingur segir að í gær hafi komið vél frá Mílanó. 

Með henni voru 35 farþegar og þar af 14 hælisleitendur. Þeim hafi verið ekið til Reykjavíkur með leigubílum á kostnað skattgreiðenda. 

Þetta segir Jón á fésbók sinni í dag og endar færsluna á að segja: „Til hamingju með daginn dómsmálaráðherra.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR