Hvítum meinaður aðgangur að veislu samkynhneigðra

Það hefur vakið athygli að samtökin Nørrebro Pride héldu á laugardag veislu þar sem hvítu og gagnkynhneigðu fólki var meinað inngöngu.

Veislan var eingöngu fyrir QTIBIPOC fólk, sem í ný dönsku fjallar um Queer, Trans, Intersex, Black, Indigenous og People of Color.

Forsprakki veislunnar, Lars Henriksen, telur þó ekki ástæðu til gagnrýni.

– Það er frábært að það sé verið að búa til nokkur aðskilnaðarsvæði um allt. Vegna þess að á meðan við, Copenhagen Pride, búum til stóru rýmin án aðgreiningar, þá vitum við líka að sumum finnst þeir vera óöruggir á þeim viðburðum sem við stöndum fyrir, segir hann.

Nørrebro Pride hefur verið til síðan 2018 sem valkostur við hið opinbera Copenhagen Pride.

Danska ríkisútvarpið greinir frá.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR