Hugsanlegt eldgos:TF-SIF er ekki á landinu og ekki talið þörf á henni í bili

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er í landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu.

Þetta segir í svari frá Landhelgisgæslunni við fyrirspurn skinna.is um hvort vélin væri á landinu og hvort ekki sé þörf á tækjabúnaði hennar við þær aðstæður sem nú eru uppi á Reykjanesinu.

Tekið er fram að samningurinn við Frontex sé þess eðlis að hægt sé að kalla vélina heim ef til náttúruhamfara kemur á Íslandi.

„ Miðað við þá sviðsmynd sem vísindamenn gera ráð fyrir nú ef til eldgoss kemur á Reykjanesi nýtast þyrlurnar betur en flugvélin miðað við staðsetningu og eðli þess goss sem hugsanlegt er að geti orðið. Ekki hefur verið óskað eftir því af hálfu almannavarna að vélin verði kölluð heim en ef þess verður óskað mun vélin snúa aftur til Íslands,“ segir ennfremur í svari Landhelgisgæslunnar til skinna.is.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR